Atvinnumálanefnd

28. fundur

Árið 2003, þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson.

Þetta var gert:

1. Uppbygging atvinnu.

Ræddar hugmyndir til eflingar atvinnu í Ísafjarðarbæ.

2. Upplýsingamiðstöð ferðamála.

Farið yfir samning um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Ísafirði. Yfirlesið og samþykkt af hálfu nefndarinnar.

3. Umsóknir um störf hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða.

Atvinnufulltrúi er að vinna þrjár umsóknir sem verða tilbúnar mjög fljótlega. Rætt var um fleiri hugmyndir og er atvinnufulltrúa falið að vinna málið áfram.

4. Stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir norðursvæði Vestfjarða.

Rætt um stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhrepp. Atvinnufullltrúa falið að vinna áfram að málinu.

5. Önnur mál

Atvinnumálakönnun

Netheimar ehf eru að vinna verkefnið og bíður nefndin spennt eftir niðurstöðum.

Spjallkerfi atvinnumálanefndar

Björn kynnti spjallkerfi nefndarinnar á vefnum sem verður senn tilbúið.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:30

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Björn Davíðsson. Gísli H. Halldórsson

Rúnar Óli Karlsson Magnús Reynir Guðmundsson