Atvinnumálanefnd

27. fundur

Árið 2003, þriðjudaginn 1. apríl kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

Þetta var gert:

1. Upplýsingamiðstöð ferðamála.

Rætt um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar og framtíðarhorfur í þeim málum. Aðalsteinn Óskarsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða mætti á fundinn undir þessum lið.

Málinu frestað um viku.

2. Atvinnuleysi í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 17. mars s.l., um hvernig sækja má um störf í gegnum atvinnuleysistryggingarsjóð í ýmiskonar verkefni.

Lagt fram til kynningar.

3. Sóknarfæri í atvinnusköpun.

Ýmsar hugmyndir ræddar varðandi atvinnusköpun í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:20

 

Elías Guðmundsson, formaður.

Kristján G. Jóhannsson. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, sem jafnfram ritaði fundargerð.