Atvinnumálanefnd

26. fundur

 

Árið 2003, föstudaginn 7. mars kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson.
Magnús Reynir Guðmundsson var fjarverandi. Varamaður hans mætti ekki.

Þetta var gert:

  1. Frumkvöðull ársins.
  2. Kosning á frumkvöðli ársins 2002. Borist höfðu tillögur eftir fréttatilkynningu á vef Bæjarins besta. Tillögurnar teknar fyrir ásamt tillögum nefndarmanna. Niðurstaða kosningarinnar verður ekki kunngjörð strax.

  3. Greinargerð til bæjarráðs vegna bókunar um greiðslu dráttarvaxta.
  4. Uppkast að greinargerð lagt fram og rætt. Greinargerð samþykkt með þremur atkvæðum.

  5. Önnur mál
    1. Veturnætur, lista- og menningarvika í Ísafjarðarbæ.
    2. Bréf frá Áslaugu S. Alfreðsdóttur dagsett 20. janúar s.l., varðandi „Veturnætur" árlega lista- og menningarviku lagt fram. Menningarnefnd vísaði bréfinu til atvinnumálanefndar á fundi sínum þann 4. febrúar s.l.
      Lagt fram til kynningar

    3. Aðgangur landsmanna að GSM – farsímakerfinu.
    4. Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 25. febrúar s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu. Óskað er umsagnar sveitarfélaga á tillögunni fyrir 10. mars nk. Bæjarráð óskaði umsagnar atvinnumálanefndar á erindinu á fundi sínum þann 3.mars sl.
      Atvinnumálanefnd telur eðlilegast að hyggist ríkið stuðla að útbreiðslu á GSM kerfinu þar sem það er óarðbært, sé slíkt gert með útboðsfyrirkomulagi líkt og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjarskiptalaga.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:00

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Björn Davíðsson. Gísli H. Halldórsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, er jafnframt ritaði fundargerð.