Atvinnumálanefnd

25. fundur

Árið 2003, mánudaginn 24. febrúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson og Magnús Reynir Guðmundsson.

Þetta var gert:

1. Rafrænt samfélag.

Vinnufundur um verkefnið. Lögð voru fram frumdrög vegna sameiginlegrar umsóknar þriggja sveitarfélaga, Ísafjarðarbæjar, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:50

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Magnús Reynir Guðmundsson. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi,

er jafnframt ritaði fundargerð.