Atvinnumálanefnd

24. fundur

Árið 2003, föstudaginn 11. febrúar kl. 13:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar kynningarfund í sal Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um verkefnið rafrænt samfélag.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Björn Davíðsson og Rúnar Óli Karlsson, sem ritaði jafnframt fundargerð.
Magnús Reynir Guðmundsson var fjarverandi.
Til fundarins voru boðaðir hagsmunaaðilar í Ísafjarðarbæ er tengst gætu verkefninu ,,Rafrænt samfélag".

Þetta var gert:

1. Rafrænt samfélag.

Verkefnið ,,Rafrænt samfélag", sem Byggðastofnun stendur að, var kynnt meðal hagsmunaaðila á fundinum. Leitað var eftir hugmyndum og samstarfsaðilum til að gera umsók um þátttöku í verkefninu, sem veglegasta og líklegri til árangurs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 14:30

Elías Guðmundsson, formaður.

Kristján G. Jóhannsson. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.