Atvinnumálanefnd

23. fundur

Árið 2003, föstudaginn 7. febrúar kl. 16:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson og Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson mætti kl. 17:00.
Björn Davíðsson ritar fundargerð.

Þetta var gert:

1. Upplýsingamiðstöð ferðamála.

Rædd næstu skref varðandi málefni upplýsingamiðstöðvar.

Ákveðið að auglýsa eftir aðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur upplýsingamiðstöðvar.
Nefndin felur ferðamálafulltrúa að auglýsa verkefnið.

2. Rafrænt samfélag.

Verkefnislýsing kynnt.

Nefndin ætlar að kynna sér betur samstarfsmöguleika við önnur sveitarfélög á svæðinu.

3. Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar.

Ákveðið að formaður sendi erindi til Byggðastofnunar með ósk um þátttöku Byggðastofnunar í verkefninu.

-  Kristján G. Jóhannsson vék af fundi kl. 16:45

4. Tillaga frá formanni að bókun um greiðslu dráttarvaxta.

Lögð fram tillaga að bókun frá formanni um að:
Ísafjarðarbær sýni gott fordæmi í viðskiptum við viðskiptamenn sína og greiði lögbundna dráttarvexti af almennum viðskiptakröfum. Þetta lagabrot, þ.e. að greiða ekki dráttarvexti, er sérstaklega að skaða fyrirtæki innan Ísafjarðarbæjar.

Rætt um bókunina og leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

5. Atvinnumálakönnun.

Drög að framkvæmd rædd og ákveðið að atvinnumálafulltrúi fullvinni spurningalista í samvinnu við atvinnuþróunarfélagið og feli að því loknu Netheimum ehf. að vinna verkið.

6. 136. fundur bæjarstjórnar. – Umræða um atvinnumál.

Nefndin fagnar því að aukin umræða um atvinnumál fari fram og bendir í því sambandi á að ríkið hefur ekki staðið við fyrirheit um flutning starfa út á land á síðasta ári og nýjar stofnanir allar opnaðar í Reykjavík.

Atvinnumálanefnd leggur til að hafnar verði viðræður við ríkið um flutning Landhelgisgæslu til bæjarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

7. Gagnvirkar umræður á Netinu – spjallkerfi.

Tillaga formanns um gott frumkvæði í rafrænu samfélagi sem sé framkvæmt með því að atvinnumálanefnd komi sér upp spjallkerfi sem hægt sé að nota yfir Netið.

Formanni falið að koma verkinu á legg.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:30

    Elías Guðmundsson, formaður.

    Kristján G. Jóhannsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

    Björn Davíðsson. Gísli H. Halldórsson.