Atvinnumálanefnd

22. fundur

Árið 2003, þriðjudaginn 14. janúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar sameiginlegan fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Kristján G. Jóhannsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Björn Davíðsson, Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

Þetta var gert:

  1. Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar.
  2. Torfi Jóhannsson mætti til fundar undir þessum lið. Ýmsar hugmyndir reifaðar vegna stofnunar eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar.

    Atvinnumálanefnd samþykkir að óska eftir því við Íslensk Verðbréf, Torfa Jóhannsson, að fyrirtækið vinni viðskiptaáætlun vegna undirbúnings stofnunar eignarhaldsfélags. Nefndin felur atvinnufulltrúa að ganga frá samningi þar sem m.a verði kveðið á um að áætlunin verði tilbúin fyrir 1. febrúar n.k.

  3. Auðlindin Ísland.
  4. Bréf frá Samgönguráðuneyti, dagsett 18. desember 2002, vegna útgáfu skýrslunnar „Auðlindin Ísland“ um skiptingu landsins í markaðssvæði.

    Lagt fram til kynningar.

  5. Fyrirtæki eða frumkvöðull ársins 2002.
  6. Nefndin óskar eftir því að atvinnufulltrúi sendi frá sér fréttatilkynningu í fjölmiðla þar sem óskað verði eftir tilnefningum.

  7. Fyrirtækjavakt.
  8. Formaður nefndarinnar kynnti hugmynd sína um að nefndin afli upplýsinga um fyrirtæki sem eru til sölu og henta [til] flutnings til Ísafjarðarbæjar.

    Atvinnufulltrúa falið að vinna að málinu.

  9. Samningur við Vesturferðir um rekstur upplýsingamiðstöðvar.
  10. Með tilvísun til tölvupósts sem borist hefur frá Vesturferðum varðandi samning um rekstur upplýsingamiðstöðvar, leggur atvinnumálanefnd til við bæjarstjórn að samningnum verði sagt upp með formlegum hætti. Jafnframt lýsir nefndin sig reiðubúna til viðræðna við Vesturferðir um málið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:10

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Magnús Reynir Guðmundsson. Björn Davíðsson.

Gísli H. Halldórsson. Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.