Atvinnumálanefnd

20. fundur

Árið 2002, þriðjudaginn 10. desember kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, formaður, Gísli H Halldórsson, Kristján G. Jóhannesson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson.
Fjarverandi: Björn Davíðsson.

Þetta var gert:

  1. Stefnumótun í atvinnumálum.
  2. Atvinnufulltrúi fór yfir stöðumat í stefnumótun í atvinnumálum 1999 – 2003.

  3. Beiðni um framlag til námskeiðshalds í gerð víkingafatnaðar.
  4. Atvinnumálanefnd fagnar verkefninu og óskar eftir viðræðum við ferðamálafulltrúa Vestfjarða um framgang þess.

  5. Rafrænt samfélag.
  6. Lagt fram bréf frá Byggðastofnun dags. 27. nóvember s.l. og bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra dags. 3. desember s.l., um þróunarverkefnið „rafrænt samfélag". Í bréfi Byggðastofnunar kemur fram að ítarleg verkefnisáætlun verði send sveitarfélögum 6. janúar n.k. og að skilafrestur umsókna er 7. febrúar 2003. Með tilvísun til þessa skamma tíma samþykkir atvinnumálanefnd að boða til sérstaks fundar þar sem verkefnið verði undirbúið nánar.

  7. Bréf Áslaugar S. Alfreðsdóttur. - Göngustígar á Ísafirði.
  8. Lagt fram bréf dags. 15. október s.l. frá Áslaugu S. Alfreðsdóttur, varðandi göngustíga á Ísafirði og umhverfi bæjarins.

    Lagt fram til kynningar.

  9. Önnur mál.
    1. Ákveðið að halda sameiginlegan fund með menningarnefnd fyrir jól.
    2. Farið yfir frumvarp fjárhagsáætlunar 2003.
    3. Upplýsingamiðstöð ferðamála.
    4. Lagt fram bréf Gunnars Þórðarsonar framkvæmdarstjóra Vesturferða dags. 14. nóvember s.l.
      Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:20

Elías Guðmundsson, formaður. Magnús Reynir Guðmundsson.

Gísli H . Halldórsson. Kristján G. Jóhannesson.

Rúnar Óli Karlsson.