Atvinnumálanefnd

18. fundur

Árið 2002, fimmtudaginn 24. október kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, Björn Davíðsson, Kristján G Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson.

Þetta var gert:

1. Umræða um stofnun eignarhaldsfélags í Ísafjarðarbæ.

Farið yfir bókun sem senda á til bæjarráðs varðandi hugsanlegt fyrirkomulag stofnunar eignahaldsfélags Ísafjarðarbæjar. Eftirfarandi bókun var gerð:

Atvinnumálanefnd leggur til að bæjarsjóður Ísafjarðarbæjar verði frumkvöðull að stofnun eignarhaldsfélags í Ísafjarðarbæ, sem hefði það markmið að vera þátttakandi í nýsköpunarverkefnum og öðrum arðsömum verkefnum á Vestfjörðum. Miðað skal við að safna í upphafi 100 milljónum króna og gerir nefndin það að tillögu sinni að bæjarsjóður leggi 30 milljónir króna í félagið á næsta fjárhagsári.

2. Ímyndarsköpun Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Óla Erni Eiríkssyni vegna lokaverkefnis í Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um ímyndarsköpun og markaðssetningu sveitarfélaga og verður Ísafjarðarbær tekinn sem dæmi.

Lagt fram til kynningar.

3. Viðurkenningar atvinnumálanefndar.

Lagðar fram hugmyndir frá öðrum sveitarfélögum að tilnefningu á fyrirtæki ársins.

Atvinnumálanefnd samþykkir að láta smíða farandgrip sem veittur verði á fyrstu mánuðum næsta árs.

4. Önnur mál.

a. Ráðstefna um ferðaþjónustu.
Atvinnufulltrúa falið að undirbúa ráðstefnu um ferðaþjónustu næsta vor.

b. Auðlindin Ísland.
Lauslega kynnt verkefni Ferðamálaráðs um „Auðlindina Ísland".

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:05

Elías Guðmundsson, formaður. Björn Davíðsson.

Kristján G. Jóhannsson. Gísli H . Halldórsson.

Rúnar Óli Karlsson. Magnús Reynir Guðmundsson.