Atvinnumálanefnd

16. fundur

Árið 2002, þriðjudaginn 17. september kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir voru: Elías Guðmundsson, Björn Davíðsson, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson og Rúnar Óli Karlsson.

Þetta var gert:

1. Umræða um stofnun eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar.

Farið yfir bréf sem bárust frá fjármálastofnunum í kjölfar erindis atvinnufulltrúa dagssettu 20. ágúst 2002 „Könnun á viðhorfi og áhuga fjármálastofnana í Ísafjarðarbæ varðandi stofnun eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar".

Formanni nefndarinnar og atvinnufulltrúa falið að ræða frekar við Sparisjóð Vestfirðinga og Íslensk Verðbréf.

2. Atvinnumálakönnun.

Atvinnufulltrúi kynnti gögn sem bárust frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga varðandi atvinnumálakönnun. Atvinnumálanefnd óskar eftir kr. 500.000.- fjárveitingu frá bæjarráði til að vinna ýtarlega könnun á stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu.

3. Önnur mál.

a. Lögð fram tillaga Kristjáns G. Jóhannssonar um árvissa rækjuhátíð á Ísafirði. Nefndin lýsir ánægju sinni með tillöguna en leggur áherslu á að reynt verði að finna samstarfsflöt hjá hagsmunaaðilum s.s. í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Atvinnufulltrúa falið að kanna málið.

b. Viðurkenningar til fyrirtækja. Tillaga frá Birni Davíðssyni. Tillögur að reglum varðandi veitingu slíkra viðurkenninga verða ræddar á næsta fundi.

c. Upplýsingagjöf til ferðamanna. Rætt var um samning um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Ísafirði 2000 – 2005. Atvinnumálanefnd felur atvinnufulltrúa að afla upplýsinga um reynsluna af rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar m.t.t. þess hvort ástæða sé til breytinga á því fyrirkomulagi sem gilt hefur til þessa.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:30

Elías Guðmundsson, formaður. Björn Davíðsson.

Kristján G. Jóhannsson. Gísli H . Halldórsson.

Rúnar Óli Karlsson.  Magnús Reynir Guðmundsson