Atvinnumálanefnd

15. fundur

Árið 2002, þriðjudaginn 6. ágúst kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson, Björn Davíðsson, Kristján G. Jóhannsson, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson. Fjarverandi var Magnús Reynir Guðmundsson

Þetta var gert:

  1. Umræða um stofnun eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar. Halldór Halldórsson bæjarstjóri mætti til fundar við nefndina og kynnti aðkomu sína að stofnun eignarhaldsfélags Vestfjarða. Ýmsar hugmyndir reifaðar um stofnun félags sem hefði að markmiði að styðja við nýsköpun og atvinnuþróun í sveitarfélaginu. Atvinnumálanefnd felur atvinnufulltrúa að rita bréf sem sent yrði fjármálastofnunum í sveitarfélaginu til að kanna hug þeirra um aðkomu að slíku félagi.
  2. Hugmyndakarfa atvinnumálanefndar. Byrjað að verðleggja verkefni sem nefndin vill vinna að og forgangsraða þeim
  3. Rafrænt sveitarfélag. Atvinnumálanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að sótt verði um þátttöku í verkefninu „Rafrænt sveitarfélag" til iðnaðarráðuneytisins. HH vék af fundi kl. 18:50
  4. Atvinnumálakönnun. Atvinnufulltrúa falið að undirbúa málið, kanna kostnað og umfang.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:05

Elías Guðmundsson, formaður Björn Davíðsson

Kristján G Jóhannsson Gísli H . Halldórsson

Rúnar Óli Karlsson