Atvinnumálanefnd

13. fundur

Árið 2002, þriðjudaginn 2. júlí kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þetta er fyrsti fundur nýrrar atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar, en nefndin var kosin á fundi bæjarstjórnar þann 13. júní s.l. og er þannig skipuð.

Aðalmenn:
Elías Guðmundsson, formaður Kt. 010276-3819 D
Gísli H. Halldórsson Kt. 151066-5779 D
Kristján G. Jóhannsson, varaform. Kt. 110154-3059 B
Magnús Reynir Guðmundsson Kt. 220144-2249 F
Björn Davíðsson Kt. 171163-4719 S
Varamenn:
Áslaug J. Jensdóttir Kt. 260658-5659 D
Friðbjörn Óskarsson Kt. 140559-3859 D
Bjarki Bjarnason Kt. 110259-4339 B
Magnús S. Jónsson Kt. 130847-7499 F
Guðrún A. Finnbogadóttir Kt. 030270-5769 S

Þennan fund situr Þorleifur Pálsson, bæjarritari, þar sem atvinnumálanefnd er undir stjórnsýslusviði. Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi mun að öllu jöfnu sitja fundi nefndarinnar, en er í sumarleyfi eins og er.

Ákveðið var að fastur fundardagur nefndarinnar verði 2. miðvikudagur í mánuði og hefjist fundir kl. 17:00

Þetta var gert:

Elías Guðmundsson, formaður, setti fundinn og bauð nefndarmenn velkomna til starfa.

1. Bréf frá bæjarráði. - Breytingar á flutningskostnaði vegna inn- og útflutnings.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett í dag, þar sem greint er frá svohljóðandi bókun bæjarráðs á 299. fundi undir umræðum um 8. lið dagskrár.

,,Bæjarráð beinir því til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar að taka saman hjá atvinnurekendum í Ísafjarðarbæ hvaða áhrif það hefur á inn- og útflutning þeirra, að kostur á framhaldsfrakt hjá skipafélögum er aflagður."

Atvinnumálanefnd felur atvinnu- og ferðamálafulltrúa að gera könnun hjá helstu inn- og útflutningsaðilum í Ísafjarðarbæ hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft.

2. Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum.

Á fundinum var dreift til nefndarmanna eintaki af ,,Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 1999-2003". Á 11. fundi atvinnumálanefndar var Rúnari Óla Karlssyni, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, falið að fara yfir hvaða þáttum sé lokið og hverjum ólokið í stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 1999 - 2003. Óskað er eftir að Rúnar Óli haldi áfram með það mál og leggi niðurstöður síðan fyrir nefndina.

3. Önnur mál.

a. Rætt var um tíðni funda hjá atvinnumálanefnd og var það álit nefndarmanna að stefna beri að tveimur fundum í mánuði og þá annar þeirra notaður til heimsókna í fyrirtæki í Ísafjarðarbæ.

b. Farið var yfir erindisbréf atvinnumálanefndar og nokkrir liðir bréfsins ræddir sérstaklega. Ákveðið var að sem fyrst yrði komið á fundi atvinnumálanefndar með Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. og Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. Formanni falið að koma á þessum fundum.

c. Ákveðið var að á næsta reglulega fund atvinnumálanefndar komi nefndarmenn með hugmyndir að verkefnum fyrir nefndina.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Elías Guðmundsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Gísli H. Halldórsson. Magnús Reynir Guðmundsson.

Björn Davíðsson.