Atvinnumálanefnd

12. fundur

Árið 2002, föstudaginn 10. maí kl. 12:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á Hótel Ísafirði.
Mættir: Kristján Haraldsson, Kristján G. Jóhannsson, Henrý Bæringsson og Rúnar Óli Karlsson.

Þetta var gert:

  1. Beiðni um styrk og heimild til að setja niður bryggju í Grunnavík.
  2. Lagt fram erindi Ferðaþjónustunnar í Grunnavík dags. 2. mars 2002, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000.- til að bæta aðegngi við landtöku í Grunnavík. Hafnarstjórn óskaði eftir umsögn atvinnumálanefndar á fundi sínum þann 26. mars s.l..

    Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju sinni ef unnt er að bæta aðgengi fyrir farþega í Grunnavík, en leggur áherslu á að allar framkvæmdir séu varanlegar og nýtist almenningi til frambúðar.

  3. Önnur mál.

Ýmislegt var rætt m.a. veiting styrkja til nýsköpunarfyrirtækja, sem eru að markaðssetja vörur sínar innanlands sem erlendis.

Rúnar Óli Karlsson ætlar að kanna með reglur í þessu sambandi.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:05

Kristján Haraldsson, formaður Kristján G. Jóhannsson

Rúnar Óli Karlsson Henrý Bæringsson