Atvinnumálanefnd

11. fundur

Árið 2002, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir undirritaðir.

Þetta var gert:

1. Tillaga til þingsályktunar í byggðamálum 2002-2005.

Lögð er fram tillaga Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til þingsályktunar um aðgerðir í byggðamálum 2002-2005.

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar harmar þá döpru og metnaðarlausu framtíðarsýn á þróun vestfirskra byggða, sem birtist í ofangreindri tillögu til þingsályktunar.

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar krefst þess að fyrrgreind tillaga verði endurskoðuð og þar verði sett fram metnaðarfull stefna um þróun vestfirskra byggða (byggðaáætlun) með Ísafjarðarbæ sem kjarna. Reiknað verði með árlegri fjölgun íbúa á Vestfjörðum um 2% -3%. Tillögunni fylgi aðgerðaáætlun sem tryggi að þeirri fjölgun íbúa verði náð.
Það er vegna afskipta og ákvarðana ríkisvaldsins sem meirihluti þjóðarinnar hefur valið sér búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að íbúum fjölgi á ný á Vestfjörðum þarf meðal annars aðgerðir ríkisvaldsins svo sem með að efla opinbera þjónustu á svæðinu.

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir viðbrögð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar við tillögunni og lýsir sig reiðubúna til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við mótun nýrrar byggðaáætlunar fyrir Vestfirði.

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir marga þá þætti sem fram koma í tillögunni sem geta ef rétt er á haldið orðið til hagsbóta og hvatt til uppbyggingar í atvinnulífi, mennta- og menningarmálum á landsbyggðinni.

2. Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum.

Atvinnumálanefnd felur Rúnari Óla Karlssyni, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, að fara yfir hvaða þáttum sé lokið og hverjum ólokið í stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 1999 - 2003.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Kristján Haraldsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Rúnar Óli Karlsson. Henrý Bæringsson.