Atvinnumálanefnd 10. fundur.

Menningarmálanefnd 70. fundur.

 

Áril 2002, þriðjudaginn 8. janúar kl. 16:00 héldu atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar fund í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað á Ísafirði. Mættir voru undirritaðir.

Þetta var gert:

1. Sameiginleg verkefni atvinnu- og menningarmálanefnda.

Rædd voru verkefni og ýmis málefni er snerta bæði atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd svo sem menningartengd ferðaþjónusta ofl.

2. Skýrsla Byggðastofnunar ,,Byggðalög í sókn og vörn".

Lögð fram og dreift til nefndarmanna til fróðleiks skýrsla Byggðastofnunar „Byggðarlög í sókn og vörn" 2. landshlutakjarnar. Fram kom í máli Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, að hann var búinn að gera yfir 40 athugasemdir við skýrsluna og virtist sem þær hafi verið teknar til greina við síðari útgáfu.
Lagt fram til kynningar.

Í lok fundar voru aðilar sammála um að nauðsynlegt væri að atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd kæmu oftar saman til sameiginlegra funda.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:05

Kristján Haraldsson, formaður atvinnumálanefndar.

Inga Ólafsdóttir, formaður menningarmálanefndar.

Kristján G. Jóhannsson. Sigurborg Þorkelsdóttir.

Henrý Bæringsson. Hansína Einarsdóttir.

Rúnar Óli Karlsson. Þorleifur Pálsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.