Atvinnumálanefnd

7. fundur

Árið 2001, miðvikudaginn 16. maí kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir voru undirritaðir.

Þetta var gert:

1. Erindi Íslenskra Kraftamanna. - Vestfjarðavíkingur 2001.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Otra Sigurðssyni f.h. Íslenskra Kraftamanna dagsett 8. maí s.l. Bréfið kom í framhaldi af fyrirspurn atvinnumálanefndar til ÍK á 6. fundi nefndarinnar þann 26. apríl s.l.

Atvinnumálanefnd telur þetta framtak góða auglýsingu fyrir sveitarfélagið Ísafjarðarbæ og mælir með því að bæjarráð styrki Vestfjarðavíking 2001.

2. Kynnisferð atvinnumálanefndar í fyrirtæki í Ísafjarðarbæ.

Ákveðið hefur verið að nefndarmenn atvinnumálanefndar ásamt atvinnu- og ferðamálafulltrúa fara í heimsókn til nokkura fyrirtækja á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri þann 21. maí n.k.

Atvinnu- og ferðamálafulltrúa falið að undirbúa heimsóknir í nokkur fyrirtæki á þessum stöðum.

3. Næstu verkefni atvinnumálanefndar. - Hugmyndir um ráðstefnu í atvinnumálum.

Lagðar fram hugmyndir Rúnars Óla Karlssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, um ráðstefnu atvinnumálanefndar um menntun, nýsköpun og sérstöðu Ísafjarðarbæjar í atvinnu- og ferðamálum.

Atvinnumálanefnd ákveður að ráðstefnan verði haldin þann 29. september n.k. og felur atvinnu- og ferðamálafulltrúa að vinna áfram að undirbúningi.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:50

Þorleifur Pálsson, ritari. Kristján Haraldsson, formaður.

Kristján G. Jóhannsson Henrý Bæringsson

Rúnar Óli Karlsson