Atvinnumálanefnd

5. fundur

Árið 2001, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir voru undirritaðir.

Fjarverandi: Henrý Bæringsson í hans stað Halldór Antonsson. Kristján G. Jóhanns- son í hans stað vantaði varamann.

Þetta var gert:

1. Drög að reglum um fiskeldi. - Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi, mætti á fund atvinnumálanefndar undir þessum lið.

Lögð fram drög að reglum um fiskeldi í sjó undan landi í lögsögu Ísafjarðarbæjar. Lögsaga sveitarfélaga er 115 m. frá landi miðað við stórstreymsfjöruborð. Tilgreind hafnarsvæði eru undanskilin þessarri afmörkun um lögsögu sveitarfélaga. Kvíaeldi undan ströndum Ísafjarðarbæjar mun í flestum tilfellum liggja utan lögsögumarka sveitarfélagsins og því er sveitarfélagið ekki umsagnaraðili varðandi leyfisveitingar.
Á fundinn mætti Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, til viðræðna við nefndina og upplýsingagjafar um fiskeldismál í lögsögu sveitarfélaga. Fram kom að heilbrigðisnefnd viðkomandi svæðis gefur út starfsleyfi til fiskeldis fyrir hverja starfsstöð allt að 200 tonnum á ársgrundvelli, eftir það gefur Hollustuvernd út starfsleyfi. Fari starfsstöð yfir 200 tonna magnið þá metur Skipulagsstofnun hvort viðkomandi umsókn þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Allar framkvæmdir á landi hvort sem er aðstaða til að þjóna sjókvíaeldi og/eða fiskeldi á landi er háð skipulagsmálum sveitarfélaga.

Í umræðum kom fram að æskilegt sé að starfsleyfi fyrir fiskeldi verði ekki veitt fyrr en að undangengnum rannsóknum um lífríki viðkomandi svæðis.

2. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Kynningarfundur Iðntæknistofnunar „Áttu erindi við okkur.“

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, dagsett 15. febrúar s.l., þar sem boðað er til kynningarfundar Atvinnuþróunarfélagsins og Iðntæknistofnunar þann 22. febrúar n.k. í Þróunarsetri Vestfjarða kl. 17:00 um málefnið „Áttu erindi við okkur.“ Fundurinn er hluti af fundarröð Iðntæknistofnunar er hlotið hefur þetta heiti. Tilgangur fundarins er að koma á framfæri þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og styrkja samstarf við einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni.

Lagt fram til kynningar.

3. Önnur mál.

a. Atvinnumálanefnd lýsir ánægju sinni með ný undirritaðann samning milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar og lýsir þeirri von að hann leiði til fjölgunar starfa í Ísafjarðarbæ.

b. Atvinnumálanefnd fagnar hugmyndum um að miðstöð snjóflóðarannsókna verði staðsett í Ísafjarðarbæ. Hvatt er til þess að miðstöð snjóflóðarannsókna verði opnuð í Ísafjarðarbæ hið fyrsta.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Kristján Haraldsson, formaður. Halldór Antonsson.

Rúnar Óli Karlsson.