Atvinnumálanefnd

4. fundur

Árið 2001, fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir voru undirritaðir.
Fjarverandi aðalmenn: Kristján Haraldsson í h. st. mætti Óðinn Gestsson, Henrý J. Bæringsson í h. st. var ekki varamaður.

Þetta var gert:

1. Bygging stórmarkaðar. - Atvinnuhúsnæði við Hafnarstræti.

Til fundar við atvinnumálanefnd mætti Ágúst Gíslason frá Ágústi og Flosa ehf., Ísafirði. Gerði hann grein fyrir fyrirhugaðri byggingu á atvinnuhúsnæðis við Hafnarstræi á Ísafirði á því svæði er svo nefnt Neistahús stendur nú á og hugsanlegri notkun byggingarinnar. Ágúst lagði fram myndir og teikningar af fyrirhugaðri byggingu. Fari þessi bygging af stað má reikna með að hún skapi um eða yfir 30 ársverk á Ísafirði.

Atvinnumálanefnd fagnar þessum hugmyndum og væntir þess að þær verði að veruleika og beinir því til bæjarstjórnar að veita málinu þann stuðning sem mögulegur er.

2. Bréf bæjarráði. - Stöðumat Byggðastofnunar á atvinnuástandandi á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram afrit af bréfi frá bæjarráði dagsett 9. janúar s.l., til atvinnu- og staðardagskrárfulltrúa, þar sem óskað er eftir upplýsingum og hugmyndum um væntanlegt stöðumat Byggðastofnunar á atvinnuástandi á norðanverðum Vestfjörðum og að ganga frá svari.

Lagt fram til kynningar í atvinnumálanefnd.

3. Rúnar Óli Karlsson kynnir verkefnið „Er lífið fiskur ? - umhverfi atvinnulífs til framtíðar -“.

Rúnar Óli Karlsson gerði grein fyrir verkefninu er hlotið hefur vinnuheitið „Er lífið fiskur ? - umhverfi atvinnulífs til framtíðar -“. Erindið er í framhaldi af komu Sigurðar Jónssonar, hönnuðar hjá 3X-stál, á fund nefndarinnar þann 13. desember 2000. Þá gekk þessi hugmynd eða verkefni undir heitinu „Ísfirsk stóriðja“.
Hugmyndin er fyrst og fremst fólgin í því að hlúa að þeim vaxtabroddum sem fyrir eru á svæðinu, er síðar mundu skapa margfeldisáhrif í atvinnumálum, menntamálum ofl.

Atvinnumálanefnd þakkar Rúnari Óla fyrir mjög fróðlegt og greinargott erindi.

4. Erindi frá bæjarráði. - Reglur varðandi fiskeldi í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá bæjarráði dagsett 20. desember 2000, þar sem atvinnumála- nefnd ásamt umhverfisnefnd er falið að vinna saman drög að reglum um úthlutun leyfa til staðsetningar og uppbyggingar fiskeldisstöðva í Ísafjarðarbæ, er taki mið af gildandi lögum og reglugerðum um fiskeldi og fiskeldisstöðvar.

Atvinnumálanefnd óskar eftir að Rúnar Óli Karlsson verði fulltrúi atvinnumálanefndar í þessarri vinnu.

5. Skýrsla Byggðastofnunar „Byggðalög í sókn og vörn“.

Lagður fram úrdráttur úr skýrslu Byggðastofnunar „Byggðalög í sókn og vörn“ svæðisbundin greining á styrk, veikleika, ógnunum og tækifærum byggðarlaga á Íslandi. Úrdrátturinn er fyrst og fremst yfir þá þætti skýrslunar er varða Vestfirði.

Lagt fram til kynningar á þessum fundi atvinnumálanefndar og tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

6. Önnur mál.

Atvinnumálanefnd fagnar þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að flytja til Ísafjarðarbæjar verkefni þjónustudeildar er varðar upplýsingagjöf um m.a. færð og ástand vega.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Kristján G. Jóhannsson, formaður. Óðinn Gestsson.

Rúnar Óli Karlsson.