Atvinnumálanefnd

3. fundur

Árið 2000, miðvikudaginn 13. desember kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir voru undirritaðir.
Fjarverandi aðalmaður Henrý J. Bæringsson.

Þetta var gert:

1. Sigurður Jónsson, hönnuður hjá 3X-stál, mætti til viðræðna við atvinnumálanefnd.

Sigurður Jónsson, skipatæknifræðingur, hönnuður hjá 3X-stál, Ísafirði, mætti til viðræðna við atvinnumálanefnd um hugmyndir óformlegs vinnuhóps, hugmyndir er hlotið hafa vinnuheitið ,,Ísfirsk stóriðja" og fjalla um atvinnumál, menningarmál, menntamál og ferðamál.

2. Tjaldsvæðið í Tungudal, Skutulsfirði.

Lagt fram afrit af bréfi Rúnars Óla Karlssonar, er fyrir var tekið í bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 4. desember s.l., varðandi endurbætur og uppbyggingu tjaldsvæðis í Tungudal. Erindinu var vísað frá bæjarráði til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2001.

Lagt fram til kynningar.

3. Fjárhagsáætlun 2001. - Niðurstaða eftir fyrri umræðu.

Rúnar Óli Karlsson gerði grein fyrir samanburði á tillögum atvinnumálanefndar til fjárhagsáætlunar 2001 og frumvarpi til fyrri umræðu.

4. Stofnun rannsóknarstofu á Ísafirði um snjóflóð og skriðuföll.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og staðardagskrárfulltrúi, kynnti stöðuna hvað varðar stofnun rannsóknarstofu á Ísafirði um snjóflóð og skriðuföll.

Atvinnumálanefnd telur mjög mikilvægt að þessi stofnun taki til starfa sem fyrst í Ísafjarðarbæ.

5. Erindi frá bæjarráði. - Kvíaeldi í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá bæjarráði dagsett 12. desember s.l., þar sem bæjarráð sendir atvinnumálanefnd til umsagnar erindi frá Fulltingi ehf., f.h. Sölva Pálssonar, Aðalstræti 51, Þingeyri, er varðar beiðni um staðsetningarleyfi vegna fyrirhugaðs kvíaeldis á laxi í Dýrafirði.

Atvinnumálanefnd telur erindið jákvætt innlegg í atvinnumál á svæðinu, en telur rétt að hafa samráð við umhverfisnefnd um umsögn á erindinu.
Atvinnumálanefnd bendir á að aðkallandi sé að mótaðar verði reglur um úthlutanir slíkra leyfa, um staðsetningu og uppbyggingar fiskeldisstöðva í Ísafjarðarbæ.

6. Nýbúamiðstöð á Vestfjörðum.

Atvinnumálanefnd lýsir ánægju með að tekin hefur verið ákvörðun um stofnun nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum, með fjárveitingu í ný samþykktum fjárlögum ársins 2001.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Kristján Haraldsson, formaður. Kristján G. Jóhannsson.

Rúnar Óli Karlsson.