Atvinnumálanefnd

2. fundur

Árið 2000, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir voru undirritaðir.

Þetta var gert:

1. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., mætir til fundar hjá atvinnumálanefnd.

Á fundinn mætti Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða, til almennra viðræðna um atvinnumál í Ísafjarðarbæ og til að upplýsa nýja atvinnumálanefnd um Atvinnuþróunarfélagið og þau verkefni sem þar eru í gangi og önnur er lokið hefur verið við. Almennar umræður urðu í nefndinni eftir framsögu Aðalsteins um málefnið.

2. Hugmyndir um atvinnumál frá Henrý J. Bæringssyni.

Lagðar fram til kynningar hugmyndir og hugleiðingar Henrý J. Bæringssonar, nefndarmanns í atvinnumálanefnd, um atvinnumál í Ísafjarðarbæ í nútíð og framtíð.
Lagt fram til kynningar.

3. Erindisbréf atvinnumálanefndar.

Tekin fyrir að nýju drög að erindisbréfi fyrir atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar, er áður voru fram lögð á 1. fundi nefndarinnar.

Atvinnumálanefnd gerir ekki athugasemdir við drög að erindisbréfi fyrir nefndina og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

4. Framkvæmda- og kostnaðaráætlun við endurbætur á tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal.

Lagt fram bréf frá Landmótun, Nýbýlavegi 6, Kópavogi, dagsett 19. október s.l., áætlun um uppbyggingu tjaldsvæðis í Tungudal, Skutulsfirði. Bréfinu fylgir jafnframt gróf kostnaðaráætlun sem greind er í eina sjö verkþætti auk hönnunarkostnaðar og nýrrar þjónustubyggingar. Heildarkostnaður er um kr. 12,2 milljónir.
Bréfinu fylgir og samanburður á fimm stöðum í Ísafjarðarbæ fyrir tjaldsvæði.

Atvinnumálanefnd leggur til að farið verði að tillögum Landmótunar um framtíðaruppbyggingu tjaldsvæðis í Tungudal. Framkvæmdatími verði áætlaður þrjú ár, en svæði E verði tekið síðar. Áhersla verði lögð á nýtt þjónustuhús og lagfæringar á bílastæði á árinu 2001. Starfsmanni nefndarinnar er falið að vinna greinargerð með kostnaðaráætlun og leggja fram við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2001.

5. Stöðumat stefnumótunar í atvinnumálum.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og staðardagskrárfulltrúi Ísafjarðarbæjar, lagði fram greinargerð „Stöðumat stefnumótunar í atvinnumálum“, sem unnið er af honum og Einari Snorra Magnússyni, er starfaði hjá AtVest. Í greinargerðinni eru talin upp mýmörg atriði úr stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 1999-2003 og flokkuð í það sem þegar er hafið, er í vinnslu og undirbúningi og það sem bæta má.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Kristján Haraldsson, formaður. Bjarki Bjarnason.

Halldór Antonsson. Rúnar Óli Karlsson.