Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði.

7. fundur

7. fundur starfshóps um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði var haldinn miðvikudaginn 12. júlí 2005 kl. 9:00.
Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fundarritari: Stefán Brynjólfsson.
Mættir eru: Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs, Birna Lárusdóttir, formaður umhverfisnefndar, Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar, Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.

  1. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir gerði grein fyrir hugmyndum sem komu fram á íbúaþinginu sem haldið var í maí síðastliðnum.

Starfshópurinn er sammála um að Ólöf haldi áfram að vinna að rammaskipulagi, í stað eiginlegs deiliskipulags, sem gæti orðið grunnur að aðalskipulagi fyrir svæðið sunnan Ásgeirsgötu. Gert er ráð fyrir að það liggi fyrir í lok ágústmánaðar n.k.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:30

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafnarstjórnar. Birna Lárusdóttir, formaður umhverfisnefndar.

Stefán Brynjólfsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,  arkitekt.

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.