Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum

Grunnskólans á Ísafirði

6. fundur

6. fundur starfshóps um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði, haldinn á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, þriðjudaginn 19. desember 2000, kl. 10:15.

Halldór Halldórsson ritaði fundargerð.

1. Húsrýmisáætlun.

Lögð fram endurskoðuð húsrýmisáætlun í tölvutæku formi. Áætlunin gerir ráð fyrir að þörfin sé 6.212 ferm. í heild sem er mjög nálægt viðmiðunarmörkum skv. reglugerð nr. 519/1996.

2. Lóðamál.

Gera þarf ráð fyrir að lóð verði að lágmarki 5.200 ferm. Starfshópurinn telur að sú lóðastærð geti náðst innan reits sem afmarkaður var sem nr. II á 3. fundi starfshópsins.

3. Skýrsla.

Niðurstaða starfshópsins verður sett fram í skýrslu sem skilað verður fljótlega eftir áramót. Ákveðið að taka saman greinargerð sem byggi á fundargerðum og umræðum. Fylgiskjöl í skýrsluna verði þær áætlanir sem starfshópurinn hefur unnið ásamt öðrum gögnum sem veita upplýsingar um núverandi húsnæði o.fl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:20

Halldór Halldórsson. Elías Oddsson.

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson.