Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði

5. fundur

5. fundur starfshóps um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði, haldinn á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, föstudaginn 8. desember 2000, kl. 08:30.

Halldór Halldórsson ritaði fundargerð.

1. Nemendafjöldi.

Starfshópurinn telur rétt að miða við að nemendafjöldi sé á bilinu 540-560. Gert er ráð fyrir 17 bekkjardeildum í 1.-7. bekk og 9 bekkjardeildum í 8.-10. bekk. Viðmiðunarár er skólaárið 2003/2004 skv. endurskoðaðri íbúaspá frá 1997. Aðrar viðmiðanir eru forsendur sem starfshópurinn gaf sér á 4. fundi, 21. nóvember sl.

2. Húsrýmisáætlun.

Farið yfir forsendur húsrýmisáætlunar. Sett upp tafla yfir öll rými og skilgreind þörf í hverju tilfelli. Gengið frá uppkasti að húsrýmisáætlun. Uppkastið verður kynnt fyrir skólafólki í næstu viku og eftir það gengið frá húsrýmisáætlun í endanlegri mynd.

3. Skýrsla til bæjarráðs.

Starfshópurinn stefnir á að skila endanlegri skýrslu til bæjarráðs fyrir fund þess 18. desember n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25

Halldór Halldórsson   Elías Oddsson

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson