Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum

Grunnskólans á Ísafirði

4. fundur

4. fundur starfshóps um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði, haldinn á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 16:00.

Halldór Halldórsson ritaði fundargerð.

1. Forsendur sem starfshópurinn gefur sér.

a) Í hönnun verði gert ráð fyrir að hægt verði að taka við nemendum á unglingastigi frá aðliggjandi byggðarlögum.

b) Gert verði ráð fyrir því að nemendafjöldi í bekkjardeildum miðað við hámark 18 nemendur í 1. bekk, 20 nemendur í 2.-3. bekk og 25 nemendur í 4.-10. bekk. Efri mörk eru ekki ófrávíkjanleg, krefjist aðstæður þess.

c) Í hönnunarforsendum verði félagsmiðstöð fyrir unglingastigið áfram rekin innan skólans. Þar verði gert ráð fyrir mötuneyti.

d) Heilsdagsskóli og heimanámsaðstoð. Gert verði ráð fyrir aðstöðu fyrir heilsdagsskóla (lengda viðveru). Heimanámsaðstoð krefst ekki aukahúsnæðis þar sem skólastofur eiga að nýtast fyrir þá starfsemi.

e) Kennslugagna- og skólasafnsmiðstöð fyrir skóla bæjarins verði innan veggja Grunnskólans á Ísafirði. Hugmyndin á bak við það er að fá betri nýtingu á kennslugögn og skapa betri aðstöðu til kennslugagnagerðar.

f) Hönnun miðist við að innan Grunnskólans á Ísafirði sé miðstöð sérkennslu, sérúrræða og greinabundinnar kennslu- og námsráðgjafar.

g) Í hönnun verði gert ráð fyrir að móttaka verði fyrir nýbúa og síðan stuðningur og ráðgjöf við heimaskóla nemenda.

2. Íbúa- og nemendaspá.

Niðurstaða starfshópsins er sú að nota skal reiknilíkan frá 1997 þar sem breytingar á þeim forsendum eru innan vikmarka. Verður því spá um nemendafjölda frá 1997 með framreikningi til 2008/2009 notuð til grundvallar.

3. Húsrýmisáætlun.

Unnið verður í húsrýmisáætlun á næsta fundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40

Halldór Halldórsson. Elías Oddsson.

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson.