Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði

3. fundur

3. fundur starfshóps um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði, haldinn á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 15:30.

Halldór Halldórsson ritaði fundargerð.

Afmörkun reits.

Farið yfir skipulagsteikningu af svæði kringum Grunnskólann á Ísafirði. Starfshópurinn leggur til að afmörkuð verði tvö svæði sem komi til greina undir byggingar og lóðir fyrir skólann. Afmörkunin verði þannig að svæði I er núverandi skólasvæði með lítilli viðbót en svæði II afmarkar svæði I og bætir töluverðu við það. Það sem er innan svæðis I er æskilegt framkvæmdasvæði en svæði II er ætlað að taka við lausnum sem hugsanlega rúmast ekki innan svæðis I og til að fá stærri skólalóð.

Afmörkunin er þá þessi í texta en verður betur skýrð út á korti:

Svæði I

Afmarkast af Aðalstræti að Björnsbúð, fer meðfram Skólagötu, að húsi nr. 10 við þá götu. Þaðan bein lína meðfram Grundargötu 2,4 og 6, yfir Austurveg, þar meðfram tónlistarskóla. Síðan að Sundhöll og bak við hana á tilheyrandi lóð, meðfram Austurvelli og yfir Austurveg að Aðalstræti aftur.

Svæði II

Afmarkast þannig að við Svæði I bætist Björnsbúð og tilheyrandi lóð. Tekin lína bak við húsin við Skólagötu til og með Skólagötu 10 og að baklóðum við Tangagötu að norðanverðu. Meðfram Tangagötu að Austurvegi. Tónlistarskólinn er innan reitsins. Sundhöll er innan reitsins og við bætist Austurvöllur og Austurvegur 2 (Kaupfélagshúsið).

Að vel athuguðu máli telur starfshópurinn ekki rétt að afmörkun reits nái til Fjarðarstrætis. Afmörkun svæðis I og II gerir ráð fyrir að loka verði Austurvegi fyrir umferð og því mikilvægt að umferð fari um Fjarðarstræti. Þá eru friðuð hús milli Austurvegar og Fjarðarstrætis.

Auk þessara svæða verður heimilað að koma með viðaukatillögur í hugmynda-samkeppni þar sem önnur svæði innan bæjarins eru nýtt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Elías Oddsson.

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson.