Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði

1. fundur

1. fundur starfshóps um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði, haldinn á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 16:00.
Halldór Halldórsson ritaði fundargerð.

Vinnuhraði/vinnulag.

Starfshópurinn stefnir að því að vera með tilbúnar tillögur um fyrstu skref fyrir miðjan desember n.k. Til að ná þeim árangri verður fundað reglulega í starfshópnum, eigi sjaldnar en einu sinni í viku.

Vinnugögn sem starfshópurinn mun nota.

1. Skýrsla VSÓ frá nóvember 1997 – Húsnæðismál Grunnskólans á Ísafirði
2. Skýrsla starfshóps frá 1998 um húsnæðismál GÍ
3. Reglugerð um lágmarksaðstöðu grunnskóla nr. 519/1996.
4. Samantekt skólastjóra GÍ um núverandi fjölda nemenda haustið 2000.
5. Skipting nemenda eftir búsetu innan Ísafjarðarbæjar.
6. Spá um nemendafjölda frá 1997, framreiknuð miðað við núverandi stöðu.
7. Húsrýmisþörf skv. reglugerð 515/1996 fyrir GÍ.
8. Yfirlit yfir núverandi húsnæði GÍ og húsnæðisnotkun.

Frekari vinnugögn munu bætast við eftir þörfum.

Spá um nemendafjölda.

Umræða varð um hvort ástæða er til að fá útreikninga Þróunarsviðs Byggðastofnunar frá því í október 1997 endurskoðaða. Niðurstaða starfshópsins er sú að útreikningarnir frá 1997 hafi staðist nokkuð vel að teknu tilliti til þeirra breytinga sem fylgja fleiri nemendum úr Önundarfirði og Súgandafirði. Er því ákveðið að miða við spá um nemendafjölda frá 1997 með framreikningi til 2008/2009 og nota til viðmiðunar nýjustu spá Byggðastofnunar. Halldór tekur að sér að afla upplýsinga frá Byggðastofnun.

Húsrýmisþörf.

Þörfin samkvæmt reglugerð nr. 515/1996 er 6.406 ferm. miðað við 560 nemendur en 5.983 ferm. miðað við 523 nemendur.
Núverandi húsrými Grunnskólans á Ísafirði er 4.927 ferm. en hafa verður í huga að það húsnæði nýtist ekki eins vel og ef um nýtt sérhannað skólahúsnæði væri að ræða. Líka að það húsnæði verður ekki allt nýtt til framtíðar s.s. smíðastofa í kjallara Tónlistarskólans o.fl.

Ákveðið að skoða húsrýmisáætlanir annarra sveitarfélaga til samanburðar, Kristinn Breiðfjörð tekur að sér að afla upplýsinga um þann þátt. Hann mun einnig ræða við fagaðila varðandi þau gögn sem þarf að vinna til að undirbúa ákvörðun.

Gamli barnaskólinn.

Halldór lagði fram bréf til bæjarráðs þar sem fram kemur að fulltrúar Húsafriðunarnefndar munu koma til fundar við bæjarráð þriðjudaginn 7. nóvember n.k. kl. 13:00. Starfshópurinn mun mæta á þann fund enda nauðsynlegt að ræða framtíð gamla Barnaskólans við Aðalstræti til að geta tekið ákvarðanir fyrir það svæði sem húsið stendur á. Elías tekur að sér að undirbúa starfshópinn fyrir þann fund.

Lóðamál.

Reglugerð 515/1996 tekur á stærð skólalóða. Starfshópurinn er sammála um að ákvörðun um stærð lóðar fylgi húsrýmisþörf og áætlun.

Vinnuferli.

Ákveðið að hver og einn í starfshópnum fari yfir drög að vinnuferli og það verði samþykkt á næsta fundi.

Teikningar

Starfshópurinn óskar eftir að Tæknideild Ísafjarðarbæjar útvegi teikningu af núverandi svæði Grunnskólans á Ísafirði sem afmarkist af Norðurvegi, Hafnarstræti, Silfurgata, Tangagata og Fjarðarstræti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.

Halldór Halldórsson Elías Oddsson

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson