Almannavarnanefnd

 

Fimmtudaginn 9. sept. 1999 kl. 17:00, koma almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins mættu undirritaðir.

Sýslumaður boðaði forföll og kom Oddur Árnason í hans stað.

Hópslysaæfing á Ísafjarðarflugvelli 18. sept. n.k.:
Formaður kynnti hópslysaæfingu á Ísafjarðarflugvelli þann 18. sept. n.k. og fór yfir tilgang æfingarinnar. Undirbúningur æfingarinnar verður 16. og 17. sept. og æfing þann 18. og niðurstaða rædd þann 19. sept. n.k.
Kynningarfundur verður föstudaginn 10. sept. kl. 16:00 fyrir almannavarnanefnd.

Rýmingaráætlun á Flateyri.
Frestað til næsta fundar.

Sýslumaður mætti á fund kl. 18:00.

Skriðuföll í Eyrarhlíð undir Gleyðarhjalla í júní s.l.
Sýslumaður óskar eftir greinargerð um störf almannavarnanefndar í tenglsum við skriðuföll þann 10.-13. júní s.l. og hvernig staðið var að rýmingu og störfum á vettvangi.

Elínborg Bárðardóttir vék af fundi vegna skyldustarfa.

Fundargerð upplesin. Fundi slitið kl. 19:05

Ármann Jóhannesson, fundarritari.   Halldór Halldórsson, formaður.

Oddur Árnason.   Bjarki Rúnar Skarphéðinsson.

Gísli Gunnlaugsson.   Þorbjörn Sveinsson.

Ólafur Helgi Kjartansson.