Almannavarnanefnd

Laugardaginn 12. júní 1999 kl. 00:15 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar á lögreglustöð bæjarins.

Til fundarins mættu undirritaðir nefndarmenn auk eftirlitsmanns Veðurstofu.

Formaður setti fundinn og tilkynnti hann að fjölbýlishús nr. 78 og 80 við Urðarveg auk raðhúsa nr. 50 til 70 hafa verið rýmd frá því kl. 23:00

Tekin ákvörðun um að rýma neðan Urðarvegar húsin nr. 49, 51 og 53 og við Seljalandsveg nr. 56, 58 og nr. 14, 16, og 18 við Miðtún.

Ef á þarf að halda verði gerðir flóðafarvegir á milli húsanna við Miðtún og Seljalandsveg.

Á vettvangi eru fjórar gröfur, ein við Hjallaveg og þrjár við Urðarveg. Auk þess er ein jarðýta. Ein grafa til viðbótar er á leiðinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 00:52

Ármann Jóhannesson, fundarritari. Halldór Halldórsson, formaður.

Gísli Gunnlaugsson. Kristján Finnbogason.

Oddur Pétursson. Friðný Jóhannesdóttir.

Ólafur Reynir Guðmundsson. Bjarki Rúnar Skarphéðinsson.

Hlynur Snorrason.