Almannavarnanefnd

Föstudaginn 11. júní 1999 kl. 19:02 kom almannavarnanefnd saman á lögreglustöðinni vegna ástands sem hefur skapast vegna asahláku ofan byggðar á Ísafirði.

Mættir eru: Oddur Pétursson, Gísli Gunnlaugsson, Friðný Jóhannesdóttir, Halldór Halldórsson, Ólafur Reynir Guðmundsson, Þorbjörn Sveinsson , Sigurður Mar Óskarsson og Bjarki Rúnar Skarphéðinsson.

Skriður hafa fallið úr Eyrarhlíð ofan Urðarvegar 68 og 70 og Hjallavegar 9. Skurðir hafa fyllst af framburði og vatn flætt um jarðhæð Urðarvegar 78.

Aðgerðir hófust um miðnætti er tæki fóru á vettvang og vakt var sett á. Nefndin telur ekki ástæðu til að rýma hús, en áfram verður staðin vakt og umferð óviðkomandi takmörkuð um vinnusvæðið, vegna fjölda vinnuvéla og vinnuflokka. Farið verður í gerð þróar sem tekur við efni ofan varnarskurðs á Urðarvegi.

Upplýst er að aurskriða hafi fallið á Suðureyri ofan Sætúns niður í hlíðarrætur án þess að tjón hafi hlotist af. Vakt hefur verið sett á. Friðný vék af fundi kl. 19:30

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu er spáð 10 stiga hita í nótt og talsverðri rigningu, styttir upp með morgninum og kólnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40

Sigurður Mar Óskarsson, fundarritari. Halldór Halldórsson, formaður.

Oddur Pétursson. Ólafur Reynir Guðmundsson.

Gísli Gunnlaugsson. Þorbjörn Sveinsson.

Bjarki Rúnar Skarphéðinsson. Friðný Jóhannesdóttir.