Almannavarnanefnd

Miðvikudaginn 7. apríl 1999 kl. 16:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.

Til fundarins mættu allir aðalmenn nema Bjarki Skarphéðinsson og Ólafur Helgi Kjartansson, en í hans stað mætti Oddur Árnason.

Rýming á Flateyri. Lögð fram fundargerð vegna fundar sem haldinn var á Flateyri 5. mars s.l., um rýmingar á Flateyri. Til þessa fundar mætti bæjarverkfræðingur, framkvæmdastjóri almannavarna Ísafjarðarbæjar, lögregluvarðstjóri, sérfræðingur Veðurstofu Íslands í rýmingum, ásamt heimamönnum.
Þar var samþykkt að Sólbakkasvæðið, svæðið ofan hafnarinnar og svæðið næst garðinum, þar með talin fyrrverandi bensínstöð, verði rýmt á II. stígi.
Svæði ofan Tjarnargötu verði á rýmingarstigi III.

Á sama fundi var rætt hvort breyta eigi rýmingum í Hnífsdal á grundvelli þess að hús hafi verið keypt upp.

Lagt fram bréf lögreglustjóra til Halldórs Árnasonar dagsett 6. apríl 1999, vegna ummæla um dvöl í uppkaupahúsum í Hnífsdal.

Samþykkt að kaupa nýja talstöð, sem er staðsett í flugturni á Ísafjarðarflugvelli, en sú sem er fyrir er úr sér gengin.

Kynnt var skýrsla, sem unnin var af Sigurði G. Tómassyni, fyrir almannavarnaráð um snjóflóðið á Flateyri 26. október 1995. Óskað er að nefndarmenn fái afrit af skýrslunni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45

Ármann Jóhannesson. Halldór Halldórsson.

Oddur Árnason. Gísli Gunnlaugsson.

Þorbjörn J. Sveinsson. Friðný Jóhannesdóttir.