Almannavarnanefnd

 

Sunnudaginn 14. mars 1999 kl. 17.00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins mættu allir aðalmenn nema bæjarstjóri en í hans stað mætti Ragnheiður Hákonardóttir forseti bæjarstjórnar. Í stað Friðnýjar Jóhannesdóttur mætti Elínborg Bárðardóttir og er þetta hennar fyrsti fundur í nefndinni.

Lögreglustjóri í samráði við veðurstofu, leggur til að rýmingu á svæði C á Ísafirði og svæði M í Hnífsdal auk sorpbrennslunnar Funa í Engidal verði aflétt.

Nefndin samþykkir að rýmingu verði aflétt á framangreindum svæðum.

Bæjarstjóri Halldór Halldórsson mætti á fundinn kl. 17.15.

Lögreglustjóri greindi frá snjóflóði sem féll á Seljalandsdal. Í flóðinu skemmdust allir staurar topplyftunnar, einir fimm staurar í aðallyftunni, auk lyftuskúra, vinnuvéla og fleira.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17.35.

 

Ragnheiður Hákonardóttir   Ólafur Helgi Kjartansson

Ármann Jóhannesson   Þorbjörn J. Sveinsson

Bjarki Rúnar Skarphéðinsson   Elínborg Bárðardóttir

Gísli Gunnlaugsson   Halldór Halldórsson