Almannavarnanefnd

 

Laugardaginn 13. mars 1999 kl. 15.00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins mættu allir aðalmenn nema bæjarstjóri en í hans stað mætti Ragnheiður Hákonardóttir forseti bæjarstjórnar. Auk aðalmanna mætti Oddur Árnason aðalvarðstjóri, staðgengill lögreglustjóra í almannavarnanefnd og snjóflóðaeftirlitsmaður veðurstofu Oddur Pétursson.

Kl. 20.00 þann 12.3.´99 var rýmt á reit C á Ísafirði skv. símbréfi veðurstofu kl. 19.00 þann dag.

Kl. 22.30 þann 12.3.´99 var rýmt á reit M í Hnífsdal (hesthúsahverfi) skv. símbréfi veðurstofu kl. 22.30 þann dag.

Lagðir fram minnispunktar lögreglustjóra frá í morgun til aðalvarðstjóra Odds Árnasonar um rýmingu í Funa auk gripahúsa á Kirkjubóli.

Til umræðu kom hvernig á að bregðast við snjóflóðahættu í einstaka bæjum.

Almannavarnanefnd er sammála um að halda áfram þeim rýmingum sem eru í gangi.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið.

 

Ragnheiður Hákonardóttir   Ólafur Helgi Kjartansson

Ármann Jóhannesson   Þorbjörn J. Sveinsson

Bjarki Rúnar Skarphéðinsson   Oddur Pétursson

Friðný Jóhannesdóttir   Oddur Árnason

Gísli Gunnlaugsson