Almannavarnanefnd

 

 

Mánudaginn 22. febrúar 1999 kl. 8:00 kom almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins mættu allir aðalmenn nema Halldór Halldórsson, í hans stað mætti Þorleifur Pálsson, og Bjarki Skarphéðinsson í hans stað Snorri Hermannsson. Einnig mætti á fundinn Oddur Pétursson, snjóflóðaeftirlitsmaður.

Þetta var gert:

Í ljósi veðurspár er samþykkt að aflétta rýmingu á reit C á Ísafirði og reit M í Hnífsdal.

Aðfararnótt laugardags féll snjóflóð úr Karlsárgili í Seljalandshlíð niður á Skutulsfjarðarbraut. Einnig féll flóð úr Búðargili og Traðargili í Hnífsdal. Flóðið úr Búðargili féll niður í sjó. Flóð féll úr Hraunsgili, Hnífsdal. Í gær sunnudag féll snjóflóð úr Skollahvilft á Flateyri. Flóðið féll á varnargarð og leiddi hann flóðið til sjávar. Aðfararnótt sunnudags féll flóð úr Innri Kirkjubólshlíð v/Skutulsfjörð og lenti það á vörnunum við sorpbrennslustöðina Funa.

Starfsemi í Funa er heimil þar sem rýmingar er ekki þörf.

Þess skal getið að kl.03:15 aðfararnótt sunnudags barst tilkynning um eld í Eyrarsteypu á rýmingarreit C, Ísafirði. Slökkviliðsstjóri upplýsti að ekki hafi verið til snjóflóðaílar handa slökkviliðsmönnum sem voru að störfum á svæðinu. Úr því þarf að bæta.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:30.

Þorleifur Pálsson     Ólafur Helgi Kjartansson

bæjarritari             lögreglustjóri

Ármann Jóhannesson     Þorbjörn J. Sveinsson

bæjarverkfræðingur               slökkviliðsstjóri

Friðný Jóhannesdóttir     Oddur Pétursson

heilsugæslulæknir         snjóflóðaeftirlitsmaður

Gísli Gunnlaugsson        Snorri Hermannsson