Almannavarnanefnd

 

 

Laugardaginn 20. febrúar 1999 kl. 15:00 kom almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins voru boðaðir aðalmenn.

Fundargerð ritaði Ármann Jóhannesson.

Þetta var gert:

Að höfðu samráði við Veðurstofu og snjóflóðaeftirlitsmann er ákveðið að rýma reit C og láta íbúa á Engi vita.

Haft var samband við Vegagerðina um Hnífsdalsveg, en þar hafði fallið snjóflóð og hefur vegurinn ekki verið opnaður. Ekki er talin ástæða til að láta opna veginn.

Valur Valgeirsson á Suðureyri hafði samband við Veðurstofu um snjóflóð sem hugsanlega hafa fallið úr Norðureyrarhlíð, sömuleiðis hafði Sigurður Haraldsson tilkynnt að flóð hafi falli úr gili við Míganda.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20.

 

Halldór Halldórsson        Ólafur Helgi Kjartansson

bæjarstjóri        lögreglustjóri

Ármann Jóhannesson      Þorbjörn J. Sveinsson

bæjarverkfræðingur            slökkviliðsstjóri

Friðný Jóhannesdóttir              Oddur Pétursson

heilsugæslulæknir                 snjóflóðaeftirlitsmaður

Gísli Gunnlaugsson            Bjarki R. Skarphéðinsson