Almannavarnanefnd.

 

Föstudaginn 19. febrúar 1999 kl. 17:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins voru boðaðir aðalmenn.

Fundarritari: Ármann Jóhannesson.

Þetta var gert:

Viðbúnaðarstig veðurstofu var tilkynnt kl. 14:00, 18. feb. 1999. Kl.18:00 18. feb.1999 var tilkynnt um rýmingu á svæði C stig I á Seljalandi frá kl. 23:00 þann dag, auk þess sem íbúar á Engi voru látnir vita.

Á umræddu svæði eru tvö íbúðarhús með alls 7 íbúum. Íbúar óskuðu ekki eftir aðstoð almannavarnarnefndar við útvegun húsnæðis og tilkynnti lögreglu um dvalarstað sinn. Auk þessa var rýmt atvinnuhúsnæðið Eyrarsteypa og Netagerð Vestfjarða. Hættustig var aflýst 10:45 19. feb. 1999.

Veðurstofa telur ekki þörf á að rýma svæði C undir nóttina.

Lögregla athugaði hvort einhverjir væru í íbúðarhúsum á uppkaupasvæði í Hnífsdal, en þar á engin að dvelja og rýming á reit M sem ákveðin var kl.22:15 18. feb. 1999 var vegna umferðar á hesthúsahverfi í Búðartúni.

Hvorki Veðurstofa Íslands né lögreglustjóri og almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar hafa skyldu til að rýma þau hús í Hnífsdal sem bannað er að dvelja í frá 1.nóvember til 30. apríl hvern vetur.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:25.

Halldór Halldórsson    Ólafur Helgi Kjartansson

bæjarstjóri               lögreglustjóri

Ármann Jóhannesson     Þorbjörn J. Sveinsson

bæjarverkfræðingur            slökkviliðsstjóri

Friðný Jóhannesdóttir

heilsugæslulæknir.

Gísli Gunnlaugsson          Bjarki R. Skarphéðinsson