Almannavarnanefnd.

 

Þriðjudaginn 22. desember 1998 kl. 17.oo kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti.

Til fundarins voru boðaðir bæði aðal- og varamenn.

Fundarritari: Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur.

Þetta var gert:

l. Dreift var, lögum um almannavarnir nr. 94/1962 auk seinni breytinga, neyðaráætlun Rauðakross Íslands, Ísafjarðardeildar og lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997.

Lögreglustjóri Ólafur Helgi Kjartansson fór yfir lög um almannavarnir og lög um snjóflóð og skriðuföll. Jafnframt fór lögreglustjóri yfir viðbúnað vegna snjóflóða.

2. Slökkviliðsstjóri Þorbjörn Sveinsson fór yfir neyðaráætlun Rauðakross Íslands, Ísafjarðardeildar.

Lagt fram bréf frá Árna Traustasyni formanni Ísafjarðardeildar Rauðakross Íslands dagsett 6. ágúst 1998, þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar á neyðaráætlun RKÍ.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða áætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.37

 

Halldór Halldórsson,    Ólafur Helgi Kjartansson,

bæjarstjóri.    lögreglustjóri.

Ármann Jóhannesson,    Þorbjörn Sveinsson,

bæjarverkfræðingur.     slökkviliðsstjóri.

Bjarki R. Skarphéðinsson.  Snorri Hermannsson.

Gísli Gunnlaugsson.    Kristján Finnbogason.

Friðný Jóhannesdóttir.    Stefán Brynjólfsson.

Þorleifur Pálsson.