Almannavarnanefnd

56. fundur

Þriðjudaginn 18. janúar 2005 kl. 06:00 kom almannavarnanefnd saman til 56. fundar í stjórnstöð við Fjarðarstæti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson.
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Þetta var gert.

Veðurspá frá því í gær hefur ekki gengið eftir.

Sýslumaður upplýsti eftir samtal við Veðurstofuna að ekki sé gert ráð fyrir sterkum vindi á næstunni og því óhætt að aflétta rýmingu sem ákveðin var í gær.

Almannavarnanefnd ákveður einnig að aflétta takmörkunum á umferð sem ákveðnar voru í gær.

Viðbúnaðarstig verði viðhaldið áfram.

Fleira ekki gert, fundagerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 06:12

Halldór Halldórsson, formaður.

Stefán Brynjólfsson,

Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður

Snorri Hermannsson,

Önundur Jónsson,

Þorbjörn J. Sveinsson,

Gísli Gunnlaugsson,

Þorsteinn Jóhannesson,

Oddur Pétursson,

Kristján Kristjánsson, umdæmisstjóri Vegagerðinni