Almannavarnanefnd

55. fundur

Mánudaginn 17. janúar 2005 kl. 13:30 kom almannavarnanefnd saman til fundar í stjórnstöð við Fjarðarstæti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Þetta var gert.

Mikið hefur snjóað og veðurspá er slæm. Veðurstofan lýsti yfir viðbúnaðarstigi á norðanverðum Vestfjörðum kl 08:45 og hættustigi kl 12:45.

Veðurstofan hefur ákveðið rýmingu á C-reit í Skutulsfirði en á honum er ekki lengur íbúðarhús þsr sem húsið að Seljalandi hefur verið keypt upp frá og með 15. janúar 2005.

Þá hefur Veðurstofan ákveðið rýmingu á M og N reitum í Hnífsdal frá og með kl.17:00

Almannavarnanefnd tekur ákvörðun um að rýma þær íbúðir við Árvelli í Hnífsdal sem búið er í.

Almannavarnanefnd tekur ákvörðun um að rýma Fremstuhús í Dýrafirði, Neðri Breiðadal, Fremri Breiðadal, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Korpudal. Kirkjubær og Höfði í Skutulsfirði verði rýmd eftir kl. 17:00, Funi, Gámaþjónusta Vestfjarða og útihús þar eftir kl. 17:00.

Vakt verði sett upp á Skutulsfjarðarbraut eftir kl. 17:00 og umferð takmörkuð eftir þann tíma. Á Hnífsdalsvegi, Kirkjubólshlíð, Hvilftarströnd, Breiðadal og Súgandafirði verði umferð takmörkuð og þessum leiðum lokað eftir kl. 18:00

Súðarvíkurhlíðinni verði lokað kl. 15:30

Næsti fundur kl. 06:00 18. janúar að öllu óbeyttu.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 14:53.

Halldór Halldórsson, formaður.

Stefán Brynjólfsson,

Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður

Snorri Hermannsson,

Önundur Jónsson,

Þorbjörn J. Sveinsson,

Gísli Gunnlaugsson,

Þorsteinn Jóhannesson,

Oddur Pétursson,

Kristján Kristjánsson, umdæmisstjóri Vegagerðinni