Almannavarnanefnd

54. fundur

Mánudaginn 10. janúar 2005 kl. 21:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til 54. fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Snjóflóð hafa fallið á Kirkjubólshlíð og hefur veginum um hlíðina verið lokað af Vegagerð og lögreglu.

Haft hefur verið samband við starfsmenn Funa og Gámaþjónustu Vestfjarða og þeir beðnir um að vera ekki á þessum stöðum í nótt.

Lögregla hafi samband við þá aðila sem eru með skepnur á svæðinu og vari þá við að vera á svæðinu.

Fyrrnefndir aðilar hafi síðan samband við lögreglu í fyrramálið áður en farið verður inn á svæði.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:23

Halldór Halldórsson, formaður

Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður

Gísli Gunnlaugsson,

Þorsteinn Jóhannesson,

Þorbjörn J. Sveinsson,

Stefán Brynjólfsson,