Almannavarnanefnd

53. fundur

Miðvikudaginn 5. janúar 2005 kl. 16:30 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Farið yfir stöðuna.

Borist hefur fax frá Veðurstofu Íslands, dags. í dag. kl. 15:30 þar sem tilkynnt er að hættustigi á reit C á Ísafirði og reitum M, N og O í Hnífsdal er aflýst en viðbúnaðarstig tekur við.

Almannavarnanefnd samþykkir að aflétta rýmingu á sveitabæjunum Fremstuhús í Dýrafirði, Neðri-Breiðadal, Fremri-Breiðadal og Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Korpudal.

Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum um hlíðar og svæði utan byggðar þar sem snjóalög eru víða enn ótrygg.

Formaður lagði fram bréf frá Veðurstofu Íslands, dags. 23. nóvember 2004, ásamt korti þar sem óskað er álits almannavarnanefndar á endurskoðun á afmörkun rýmingar á II-stigi fyrir Hnífsdal. Nefndin telur að útfæra þurfi þessar tillögur betur og felur formanni og lögreglustjóra að fara yfir tillögurnar með Veðurstofu Íslands.

Nefndarmenn verða upplýstir símleiðis um breytingar á viðbúnaðarstigi.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 17:48

Halldór Halldórsson, formaður Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður
Snorri Hermannsson, Júlíus Ólafsson,
Þorbjörn J. Sveinsson, Helgi Kr. Sigmundsson,
Stefán Brynjólfsson, Önundur Jónsson,