Almannavarnanefnd

52. fundur

Miðvikudaginn 5. janúar 2005 kl. 06:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Farið yfir stöðuna.

Almannavarnanefnd telur að hægt sé að aflétta þeim takmörkunum á umferð á þeim atvinnusvæðum sem verið hefur í gildi. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verði í samráði við lögreglu.

Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til kl. 18:00 5. janúar er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi.

Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 06:50

Halldór Halldórsson, formaður Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður
Snorri Hermannsson, Júlíus Ólafsson,
Þorbjörn J. Sveinsson, Helgi Kr. Sigmundsson,
Stefán Brynjólfsson, Önundur Jónsson,
Oddur Pétursson,