Almannavarnanefnd

51. fundur

Þriðjudaginn 4. janúar 2005 kl. 18:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson.
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Farið var yfir stöðuna. Lögð fram sérveðurspá fyrir Vestfirði sem gildir til kl. 06:00 5. janúar.

Snjóflóð hafa fallið að Hrauni í Hnífsdal og eyðilagt gamla íbúðarhúsið en skemmt það nýja. Þá hefur fallið snjóflóð á fjölbýlishús við Árvelli, brotið glugga og snjór farið inn um allt. Þá hefur spennistöð við Árvelli eyðilagst.

Á Kirkjubólshlíð hafa fallið mörg snjóflóð utan Naustahviltar og á Kirkjubólshlíð innri.

Símasamband er komið á við Súðavík og útvarps- og sjónvarpssamband er komið í lag.

Almannavarnanefnd tekur þá ákvörðun í samráði við Veðurstofu að fyrri ákvarðanir um rýmingu standi áfram. Einnig er áfram varað við umferð á athafnasvæðum þeirra fyrirtækja sem nefndin hefur áður ákveðið takmarkaða dvöl á.

Vegna mikillar snjósöfnunar í Skollahvilft við Flateyri varar nefndin fólk við ferðum utan þess svæðis sem garðurinn ver.

Nefndin varar fólk við ferðum í hlíðum þar sem víða er hætta á ferðum þar sem snjósöfnun er.

Áfram verður fylgst með veðri.

Fundur boðaður kl. 06:00 5. janúar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:00

Halldór Halldórsson, formaður Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður
Snorri Hermannsson, Júlíus Ólafsson,
Þorbjörn J. Sveinsson, Helgi Kr. Sigmundsson,
Stefán Brynjólfsson, Önundur Jónsson,
Oddur Pétursson