Almannavarnanefnd

49. fundur

Mánudaginn 3. janúar 2005 kl. 17:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar sama til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Farið yfir stöðuna. Snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnagarðinn við Funa, við Karlsá, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Lögreglan hefur takmarkað umferð um Skutulsfjarðarbraut en eftir kl. 24:00 verður henni lokað.

Sérveðurspá fyrir norðanverða Vestfirði, sem gildir til kl. 06:00, gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustan átt og snjókomu.

Fyrri ákvarðanir nefndarinnar varðandi rýmingu gilda áfram.

Lögreglan hefur kallað til björgunarsveit til aðstoðar við umferðarstjórnun og fleira. Almannavarnanefnd hefur kallað til snjótroðara til að greiða fyrir neyðarþjónustu, þurfi á því að halda.

Almannavarnanefnd leggur þunga áherslu á að fólk sé ekki á ferli þar sem aðstæður eru slæmar og víða snjóflóðahætta á vegum.

Almannavarnanefnd mun fylgjast náið með veðrinu, hvort vindátt muni snúast úr norðaustanátt í suðvestanátt. Fari svo mun nefndin koma saman á miðnætti.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:05.

Halldór Halldórsson, formaður Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður
Snorri Hermannsson, Júlíus Ólafsson,
Þorbjörn J. Sveinsson, Helgi Kr. Sigmundsson,
Stefán Brynjólfsson, Oddur Pétursson,