Almannavarnanefnd

47. fundur

Sunnudaginn 2. janúar 2005 kl. 18:30 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti, Ísafirði.
Fundargerð ritaði Stefán Brynjólfsson
Mættir eru undirritaðir:

Dagskrá:

Veðurstofa lýsti yfir viðvörunarstigi um hádegi laugardaginn 1. janúar 2005. Sérveðurspá fyrir Vestfirði, sem gildir til hádegis 3. janúar er slæm. Veðurstofan hefur tekið ákvörðun um að rýma eftirtalin hús: Seljaland í Skutulsfirði og M-N-O svæði í Hnífsdal (þ.e. Hraun og íbúðir við Árvelli).

Almannavernanefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið ákvörðun um að rýma eftirtalin hús: Fremri Breiðadal og Neðri Breiðadal í Önundarfirði, Kirkjuból í Korpudal, Veðrará í Önundarfirði og Fremstuhús í Dýrafirði. Þá verði haft samband við íbúa í eftirtöldum húsum og þeir látnir vita um yfirvofandi veðurham: Höfða og Engi í Skutulsfirði, Sólbakka í Önundarfirði, Núpur í Dýrafirði.

Haft verði samband við starfsmenn eftirtalinna fyrirtækja: Funi og Gámaþjónusta í Engidal, Grænigarður og áhaldahús í Skutulsfirði, starfsmenn á Ísafjarðarflugvelli.

Brennu og flugeldasýningu sem fyrirhuguðar voru 2. janúar í Hnífsdal, verði slegið á frest.

Almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að íbúar haldi sig innandyra og fylgist vel með veðri og veðurspá og tilkynningum almannavarnanefndar. Veðurstofan spáir vondu veðri og aðstæður eru mjög slæmar og því fyllsta ástæða til varkárni.

Fundargerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:54, en fundur boðaður kl. 8:00 mánudaginn 3. janúar.

Halldór Halldórsson, formaður. Oddur Pétursson, snjóflóðaeftirlitsm.
Snorri Hermannsson, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifr.
Önundur Jónsson, yfirlögr.þj. Svanlaug Guðnadóttir,
Stefán Brynjólfsson, ritari. Helgi Kr. Sigmundsson,
Júlíus Ólafsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkvil.stj.