Almannavarnanefnd

46. fundur

Þriðjudaginn 21. september 2004 kl. 13:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.

Dagskrá:

1. Fulltrúi Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ í almannavarnanefnd. Tilkynnt var, að Þorsteinn Jóhannesson, lækningaforstjóri á H.S.Í. er nýr fulltrúi H.S.Í í almannavarnarnefnd.

2. Sprenging á grjóti í Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðar.

Rætt um aðgerðir vegna sprenginga á grjóti úr Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðar. Almannavarnanefnd samþykkir að þegar sprengt verður verði fólk er býr neðan sprengjustaða beðið um að dvelja ekki í húsum sínum á meðan á sprengingum stendur. Lögreglan mun annast öryggisgæslu og koma tilkynningu til íbúa.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi og Þorbjörn Jóhannesson, bæjarverkstjóri, sátu fund nefndarinnar undir þessum lið dagskrár.

3. Lögð fram skýrsla Veðurstofu Íslands vegna sprungu í Óshyrnu.

Lagt fram minnisblað frá Veðurstofu Íslands dagsett 31. ágúst s.l., er varðar gliðnun sprungu efst í Óshyrnu ofan Óshlíðarvegar. Minnisblaðið er eftir Esther Hlíðar Jensen og Jóhann Hannibalsson.

Almannavarnarnefnd óskar eftir upplýsingum um hvaða afleiðingar hrun gæti haft svo sem vegna hugsanlegrar flóðbylgju.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 13.30

Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður.  Stefán Brynjólfsson, ritari.

Þorsteinn Jóhannesson.  Önundur Jónsson.

Gísli Gunnlaugsson.  Þorbjörn J. Sveinsson.

Snorri Hermansson.  Halldór Halldórsson.

Oddur Pétursson.