Almannavarnanefnd

45. fundur

Föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 18:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.

Dagskrá:

1. Bréf Harðar Högnasonar formanns Ísafjarðardeildar RKÍ.

Lagt fram bréf Rauðakrossdeildarinnar á Ísafirði þar sem óskað er samþykkis almannavarnarnefndar á flutningi fjöldahjálparstöðvar deildarinnar úr MÍ í Grunnskólann á Ísafirði og félagsmiðstöð hans. Bréfinu fylgir teikning sem er sýnir væntnlegt fyrirkomulagúsnæðinu.

Almannavarnanefnd samþykkir flutninginn fyrir sitt leyti.

2. Flugslysaæfing á Ísafirði.

Lagður fram tölvupóstur Árna Birgissonar hjá Flumálastjórn þar sem lagt er til að dagsetning æfingarinnar breytist þannig að hún verði haldin 7. – 9. maí n.k. og setning veðrði fimmtudaginn 6. maí n.k.

Almannavarnanefnd samþykkir umrædda dagsetningu fyrir sitt leyti.

3. Flugslysaáætlun Ísafjarðrflugvallar.

Farið yfir Vinnudrög-2 að Flugslysaáætlun Ísafjarðarflugvallar sem samin er af lögreglustjóranum á Ísafirði, almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar, almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans og Flugmálastjórn Íslands.

Almannavarnanefnd samþykkir að haldin verði sérstök fjarskiptaæfing fyrir flugslysaæfinguna þar sem fjarskiptaskipurit verði prófað.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 19:20.

Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður. Sigurður Mar Óskarsson, ritari.
Ólafur Sigmundsson. Önundur Jónsson.
Gíslu Gunnlaugsson Þorbjörn J. Sveinsson.
Snorri Hermansson Kristján Finnbogason