Almannavarnanefnd

43. fundur

Fimmtudaginn 15. janúar 2004 kl. 09:00 kom almannavarnanefnd saman í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.

Dagskrá:

1. Tilkynning um rýmingu.

Tilkynning barst frá Veðurstofu Íslands miðvikudaginn 14. janúar kl. 00:38 um rýmingu á reit C vegna snjóflóðahættuástands.
Tilkynning barst frá Veðurstofu Ísland miðvikudaginn 14. janúar kl. 17:00 um að hættuástandi sé aflýst og við taki viðbúnaðarstig.
Lögð eru fram afrit úr dagbók lögreglunnar þriðjudaginn 13. og miðvikudaginn 14. janúar varðandi umferðarstjórnun, snjóflóð og aðgerðir og samskipti almannavarna og lögreglu.
Þá var fjallað um ábyrgð almannavarnanefndar gagnvart einstöku sveitarbæjum sem eru á snjóflóðahættusvæðum.

Fleira ekki gert, fundargerð undirrituð. Fundi slitið kl. 09:35

Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður. Stefán Brynjólfsson, ritari.
Þorleifur Pálsson Önundur Jónsson.
Oddur Pétursson. Þorbjörn J. Sveinsson.