Almannavarnanefnd

Ísafjarðarbæjar

Mánudaginn 31. mars 2003 kl. 13:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Mættir voru undirritaðir.

Dagskrá:

Sýslumaður setti fundinn og bauð velkomna þá Magnús Má Magnússon og Leif Svavarsson, starfsmenn Veðurstofu Íslands. Magnús tók síðan til máls og gerði grein fyrir vinnuferli Veðurstofunnar þegar meta á þörf á rýmingu vegna snjóflóðahættu.

Magnús er að láta af störfum hjá Veðurstofunni eftir 15 ára starf og þakkaði sýslumaður Magnúsi gott samstarf við almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar á liðnum árum og óskaði honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45

Önundur Jónsson. Snorri Hermannsson.
Sigríður B. Guðjónsdóttir. Þorbjörn J. Sveinsson.
Halldór Halldórssonn. Kristján Finnbogason.
Stefán Brynjólfsson. Magnús Már Magnússon.
Barði Ingibjartsson. Leifur Svavarsson.