Almannavarnanefnd.

Fimmtudaginn 5. september 2002 kl. 15:00 kom almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarnanefndar við Fjarðarstræti á Ísafirði.

Dagskrá:

1. Skipan almannavarnanefndar eftir kosningar sl. vor.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, formaður.
Varamaður: Þorleifur Pálsson.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri
Varamaður: Oddur Árnason.

Þorbjörn Jón Sveinsson, slökkviliðsstjóri, framkvstj. almannavarnanefndar.
Varamaður. Kristján Finnbogason.

Stefán Brynjólfsson, tæknideild Ísafjarðarbæjar, ritari nefndarinnar.
Varamaður: Sigurður Mar Óskarsson.

Hallgrímur Kjartansson, yfirlæknir heilsugæslu.
Varamaður: Guðni Ársæll Sigurðsson.

Snorri Hermannsson, 1. kjörinn fulltrúi.
Varamaður: Júlíus Ólafsson.

Gísli Gunnlaugsson, 2. kjörinn fulltrúi.
Varamaður: Hinrik Kristjánsson.

Nefndin kaus Snorra Hermansson sem varaformann.

2. Verkþáttaskipurit varðandi aðgerðir á slysavettvangi.

Lagt fram til kynningar.

3. Samkomulag um skipan hjálparliðs.

Lögð fram til kynningar fyrirmynd að samkomulagi um skipan hjálparliðs milli Almannarvarna ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar annarsvegar og Rauða Kross Íslands hinsvegar.

4. Slysaæfing í jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiðar.

Ákveðið að stefna að slysaæfingu í jarðgöngunum í haust. Til undirbúnings æfingunni verði skipaður starfshópur með fulltrúum frá eftirtöldum aðilum: Lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum, Vegagerð og tæknideild Ísafjarðarbæjar.

Fulltrúi slökkviliðs kalli hópinn saman, sem velur sér formann.

5. Átak í björgunarbátamálum.

Lagt fram samkomulag Flugmálastjórnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um átak í björgunarbátamálum við áætlunarflugvelli sem eru á vegum Flugmálastjórnar.

Lagt fram til kynningar,

6. Önnur mál.

Fram kom í umræðum að aðfararnótt 2. september s.l. hafi starfsmenn áhaldahúss verið á vakt til að fylgjast með aurskriðum og grjóthruni úr Eyrarfjalli og halda skurðum opnum, en mikið vatnsveður var þessa nótt.

Lögreglustjóri mun hafa samband við Veðurstofu Ísland og fá fram skilgreiningu hennar á viðbúnaðarstigi vegna aurskriða og grjóthruns.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 16:00

Halldór Halldórsson, formaður. Sigríður B. Guðjónsdóttir.
Snorri Hermansson. Stefán Brynjólfsson.
Hallgrímur Kjartansson. Þorbjörn J. Sveinsson.
Júlíus Ólafsson.