Almannavarnarnefnd

Ísafjarðarbæjar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 16:00, kom almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Mættir voru: Snorri Hermannsson
Gísli Gunnlaugsson
Ólafur Helgi Kjartansson
Halldór Halldórsson
Stefán Brynjólfsson
Þorbjörn J. Sveinsson
Aðrir nefndarmenn og varamenn boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2002.

Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun sem slökkviliðsstjóri hefur gert.

Nefndin samþykkti tillögurnar.

2. Búnaðarmál.

Slökkviliðsstjóri upplýsti að hann hafi keypt búnað sem er ætlaður til nota sem vörn við sýkla- og/eða eiturefnasendingum. Um er að ræða tvær sérhannaðar fötur til nota við slíkar aðstæður.
Þá kom fram að á slökkvistöðinni eru nú til tveir eiturefnagallar.
Slökkviliðsstjóri lagði fram viðbragðsáætlun og vinnutilhögun ef upp kæmi umhverfismengun af völdum miltisbrands.

3. Kynning á reglugerð 505/2000, um hættumat vegna snjóflóða.

Halldór Halldórsson, formaður almannavarnarnefndar, kynnti reglugerðina og gerði grein fyrir því að skipuð hefur verið hættumatsnefnd fyrir Ísafjarðarbæ, en formaður hennar er Snjólfur Ólafsson, prófessor.

4. Jarðgöng. – Fjarskiptamál.

Fram kom á fundinum að við prófanir lögreglu hefur komið fyrir að símar í Vestfjarðagöngum milli Skutulsfjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar hafa verið óvirkir og síðast nú í morgun voru allir símar óvirkir.

Almannavarnarnefnd lýsir yfir áhyggjum yfir fjarskiptum í göngunum og telur að úrbóta sé þörf.

Slökkviliðsstjóri kynnti glærur sem sýna ýmsar upplýsingar um eldsvoða í jarðgöngum erlendis og varpaði fram spurningum um eldsvoða í Vestfjarðagöngum.
Í ljós kom að búnaður slökkviliðsins til að takast á við eldsvoða í jarðgöngum er mjög af skornum skammti. Einnig að gera þarf breytingar á skipulagi og viðbragðsáætlun slökkviliðs og lögreglu.

Almannavarnarnefnd þakkar greinargóða samantekt.

Stefnt er að æfingu á vegum almannavarna í Vestfjarðargöngum seinnihluta ársins 2002.

5. Samlestur á ferli mála vegna snjóflóða.

Samlestur á ferli vegna snjóflóða undir stjórn lögreglustjóra.

6. Önnur mál.

Lögreglustjóri ræddi um hugsanlega sameiningu almannavarnarnefnda Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:07

Ólafur Helgi Kjartansson. Stefán Brynjólfsson.

Halldór Halldórsson. Gísli Gunnlaugsson.

Snorri Hermannsson. Þorbjörn J. Sveinsson.